Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2009

Aðsend grein Gunnars Gauks Magnússonar hjá VesturVerki ehf vegna Hvalárvirkjunar.

Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri hjá VesturVerki ehf.
Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri hjá VesturVerki ehf.
1 af 2
Aðsend grein frá Gunnari Gauk Magnússyni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. 

                                                                                       Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði
Inngangur

Æðakerfi nútíma þjóðfélags eru samgöngur, raforkuflutningur og gagnaflutningur.  Hvar erum við Vestfirðingar staddir í þeim málum?  Við erum með allt niður um okkur í þeim efnum.  Hverjum það er að kenna, jú eingöngu okkur sjálfum, við virðumst ekki hvorki haft til forustu í atvinnulífi né annarstaðar í stjórnsýslunni nægjanlega sókndjarft fólk til að koma þessum málum í sambærilegt horf og þau eru í öðrum landsfjórðungum.

 

Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði væri styrking einnar æðar í æðakerfi nútímans sem við Vestfirðingar getum lagst á árar saman um að styrkja.  Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun raforkuöryggi styrkjast til mikilla muna þó að meira þurfi til að koma svo sem nýbygging og endurnýjanir háspennulína víðsvegar á Vestfjörðum.  Virkjun Hvalár er mikilvæg fyrir okkur Vestfirðinga vegna eftirfarandi þátta, til að tryggja öryggi og almannavarnir, vegna atvinnu og byggðarþróunar á Vestfjörðum.  Virkjun Hvalár er því eitt mikilvægasta framfaramál sem við stöndum frammi fyrir í dag.

 

Með virkjun Hvalár opnast miklir möguleikar í atvinnumálum sem við höfum ekki uppá að bjóða í dag.  Ekki í formi stóriðju en samt sem áður í opnum fyrirtækja sem nota töluverða orku.  Fyrirtækja sem væru mögulega með 20-100 manns í vinnu.  Það væri stóriðja á Vestfirskan mælikvarða. 

 

Við verðum að standa saman í þessum málum þ.e.a.s. gagnvar yfirvöldum og koma þeim skilaðboðum skýrt á framfæri við þau að við krefjumst tafalausrar úrlausna á raforkumálum, samgöngum og gagnaflutningum á Vestfjörðum til jafns við aðra landsmenn.  Ég hvet ykkur til þess að láta í ykkur heyra, nú er tækifærið þar sem það styttist í kosningar.


Meira
| sunnudagurinn 17. ágúst 2008

Þúsundir komu í Kaffi Norðurfjörð í sumar

Kaffi Norðurfjörður hefur heldur betur slegið í gegn í sumar. Kaffihúsið fer senn í frí til vors, en í tilkynningu frá Eddu Hafsteinsdóttur kemur fram að hátt í þrjú þúsund gestir hafa komið síðan opnað var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Kaffihúsið verður opið fram á miðvikudaginn 20. ágúst frá klukkan 11 til 19 og eru heimamenn og gestir í Árneshreppi eindregið hvattir til að líta við áður en slökkt verður á vöfflujárninu og steikarpönnunni.

Reynslan í sumar sýnir sannarlega að mikil þörf var á veitingaaðstöðu í Norðurfirði, bæði fyrir göngugarpa og annað ferðafólk, og ekki síður heimamenn. Edda þakkar sérstaklega Strandamönnum sem slepptu því að elda og brugðu sér í Norðurfjörð, en aðsóknina í heild segir hún hafa farið langt fram úr björtustu vonum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008

Aðsend grein Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Þessi grein birtist fyrst í Gagnvegi eina prentmiðli á Ströndum 26 júní 2008-25 tbl-2 árg undir fyrirsögninni Penninn.

Ekki veit ég hvað ég á að láta pennann minn skrifa,og þó ég hef skrifað einkadagbók eins og faðir minn heitinn gerði,um það helsta sem gerst hefur yfir daginn,og nú er ég farin að bulla og skrifa á netið líka.

Þegar ég flutti hingað í Árneshrepp á mínar æskuslóðir aftur 1995 þótti gömlum vinnufélögum að ég hlyti að vera eitthvað skrýtinn,enn vissu samt hvað mér þótti vænt um æskustöðvarnar því alltaf var ég að skreppa norður á sumrin í stuttar sem langar ferðir.

Enn snemma í fyrrasumar komu gamlir vinnufélagar mínir á Bifreyðastöð Reykjavíkur(BSR) um 20 manna hópur ásamt mökum og sóttu mig heim í Litlu-Ávík.

Eftir að hafa farið í gönguferðir um fjörurnar og skoðað rekatimbur og annað við sjóinn og fjallasýn og annað.

Þá sögðu þeyr hver í kapp við annan,nú skiljum við þig kæri Jón þarna átt þú heima,enda sagðir þú okkur svo mikið af Ströndum að við næstum þekktum hvern stein á leiðinni norður.

Síðan var öllum boðið í kaffi út á svölum Veðurathugunarhússins í þessum svaka hita vorsins,konur gömlu vinnufélaga minna aðstoðuðu mig við það,því ég er einn,sambýliskonan lést árið 1999.

Síðan var sungið  og spjallað,síðan fóru þessir góðu gestir og ekki er laust við að tár hafi myndast í augnkrókum mínum þegar þessir góðu kunningjar hurfu á braut.

Ég bið Jóhann Björn Arngrímsson að taka við pennanum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík
Árneshreppi. 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008

Aðsend grein.Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Þessi skrif eða grein birtist í Gagnvegi þann 26 júní 2008 25 tab-2 árg.
Penninn.

Ekki veit ég hvað ég á að láta pennan minn skrifa,og þó ég hef skrifað einkadagbók eins og faðir minn heitinn gerði,um það helsta sem gerts hefur yfir dagin,og nú er ég farin að bulla og skrifa á netið líka.

Þegar ég flutti hingað í Árneshrepp á mínar æskuslóðir aftur 1995 þótti gömlum vinnufélögum að ég hlyti að vera eitthvað skrýtinn,enn vissu samt hvað mér þótti vænt um æskustöðvarnar því alltaf var ég að skreppa norður á sumrin í stuttar sem langar ferðir.

Enn snemma í fyrrasumar komu gamlir vinnufélagar mínir á Bifreyðastöð Reykjavíkur(BSR) um 20 manna hópur ásamt mökum og sóttu mig heim í Litlu-Ávík.

Eftir að hafa farið í gönguferðir um fjörurnar og skoðað rekatimbur og annað við sjóinn og fjallasýn og annað.

Þá sögðu þeyr hver í kapp við annan,nú skiljum við þig kæri Jón þarna átt þú heima,enda sagðir þú okkur svo mikið af Ströndum að við næstum þekktum hvern stein á leiðinni norður.

Síðan var öllum boðið í kaffi út á svölum Veðurathugunarhússins í þessum svaka hita vorssins,konur gömlu vinnufélaga minna aðstoðuðu mig við það,því eg er einn,sambýliskonan lést árið 1999.

Síðan var súngið  og spjallað,síðan fóru þessir góðu gestir og ekki er laust við að tár hafi myndast í augnkrókum mínum þegar þessir góðu kunningjar hurfu á braut.

Ég bið Jóhann Björn Arngrímsson að taka við Pennanum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson

Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. mars 2007

Svæðisútvarp út í núverandi mynd.

Opið bréf til útvarpsstjóra Páls Magnússonar og verðandi framkvæmdastjóra RÚV.
Nú þann fyrsta apríl næstkomandi verður Ríkisútvarpið gert að Opinberu hlutafélagi ríkisins.
Finnst mér að mætti mörgu breyta í þágu hlustenda sem yrði til hagræðingar og betri þjónustu við hinar dreifðu landsbyggðir okkar landsmanna.
Ég undirritaður nefni hér dæmi um hin svonefndu svæðisútvörp sem eru hvað,á fjórum stöðum á landinu,að leggja ætti svæðisútvarp niður í núverandi mynd sem slíkt,enn starfsfólki ekki sagt upp heldur leyti það frétta á sínu svæði og eða leyti frétta hjá viðkomandi fréttaryturum eða sínum heimildarmönnum á sínum svæðum og komi þeim fréttum til aðalfréttastofu á RÚV í Efstaleiti.
Við landsmenn hljótum að óska eftir því að fréttir af landsbyggðinni hvaðan sem er af landinu heyrist í aðalfréttatíma útvarps.
Á mörgum stöðum heyrist ekkert í svæðisútvarpi viðkomandi landshluta á svæðunum fyrir vestan og norðan og einnig fyrir austan.
Nú verður þetta að hlutafélagi okkar landsmanna allra þann fyrsta apríl (það vill til að það er dagur aprílgabba)enn látum það liggja milli hluta.
Virðingarfyllst
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík
Árneshreppi
Strandasýslu
523 Bær.
Sími 4514029.
jonvedur@simnet.is.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
Vefumsjón