Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. nóvember 2011 Prenta

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjörð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann K.
Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjörð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann K.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember 2011 í Akoges salnum, Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl.14.00. Dagskráin er þessi: Venjuleg aðalfundarstörf,Önnur mál. Eftir fundastörf verður sagt frá hugsanlegum möguleikum á Ófeigsfjarðarvirkjun. Að loknum aðalfundi  verða glæsilegar kaffiveitingar þar sem Ásdís Hjálmtýsdóttir hefur séð um bakstur og var mjög glæsilegt í fyrra. Einnig verður myndasýning frá gönguferð úr Ingólfsfirði og norður í Reykjarfjörð nyrðri,þar mun Páll Lýðsson frá Reykjarfirði segja frá myndunum en hann þekkir þarna hverja þúfu.

Í stjórn og varastjórn félagsins eru þessi : Kristmundur Kristmundsson,frá Gjögri, Hrönn Valdimarsdóttir,frá Kambi, Sigríður Halla Lýðsdóttir,frá Djúpavík, Ívar Benediktsson,frá Gjögri, Böðvar Guðmundsson,frá Ófeigsfirði, Guðrún Gunnsteinsdóttir,frá Bergistanga, Guðbrandur Torfason, frá Finnbogastöðum,og Birna Hjaltadóttir,frá Bæ.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón