Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. apríl 2010 Prenta

Aðalfundur Ferðamálasamtaka um næstu helgi.

Aðalfundurinn verður að Hótel Núpi.Mynd Hótel Núpur.ís
Aðalfundurinn verður að Hótel Núpi.Mynd Hótel Núpur.ís

Um næstu helgi verður aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði.Dagskráin hefst á föstudagskvöld þann 16. apríl þar sem vinna við stefnumótun Vestfirskrar ferðaþjónustu verður kynnt.Vel yfir 100 manns tóku þátt í vinnunni í vetur. Á þeim fundi verður hægt að koma með athugasemdir og koma með tillögur til breytinga. Stefnumótunin verður síðan gefin út vikuna á eftir. Það ættu allir ferðaþjónustuaðilar að stefna að því að koma sínum hugðarefnum að í skýrslunni.

Aðalfundurinn sjálfur verður haldinn á laugardagsmorgun kl. 9:00. Aðalfundurinn verður hefðbundinn þar sem farið verður yfir venjuleg aðalfundarstörf.Stefnt er að því að honum verði lokið kl. 10:30.

 

Ráðstefnan Umhverfisvottaðir Vestfirði hefst kl. 11:00. Þar verða haldin fjölbreytt erindi. Rætt verður um stöðu umhverfismála á Íslandi og hvaða aðgerða sé hægt að grípa til, auk þess sem þessi mál verða sett í hnattrænt samhengi. Fjallað verður um almennt viðhorf til náttúrunnar og sagðar reynslusögur af vottun einstakra fyrirtækja, með áherslu á mikilvægi vottunar fyrir markaðsstarf og daglegan rekstur. Þar flytja erindi fræðimenn og sérfræðingar sem hafa látið umhverfismál til sín taka og munu miðla ráðstefnugestum af mikilli reynslu sinni á því sviði.

Lok ráðstefnunnar verða um kl. 17:00 og þá verður farið í skoðunarferð í Skrúð. Um kvöldið verður síðan skemmtun á hótelinu.Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér <http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/53/> .

Það eru allir ferðaþjónustuaðilar og aðrir þeir sem hafa áhuga á vestfirsku samfélagi á Vestfjörðum hvattir til að taka þátt í þessari aðalfundarhelgi Ferðamálasamtakanna.

 

Fundargestir eru jafnframt hvattir til að hafa samband við Hótel Núp og gera viðeigandi ráðstafanir með mat og gistingu ef á þarf að halda. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Hótel Núps á http://www.hotelnupur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
Vefumsjón