Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2017 Prenta

Ætla að klifra í Norðurfirði á Ströndum.

Unnið er að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um sem mun verða eitt stærsta útiklif­ur­svæði á Íslandi.  Ljós­mynd/​Magnús Arturo Bat­i­sta
Unnið er að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um sem mun verða eitt stærsta útiklif­ur­svæði á Íslandi. Ljós­mynd/​Magnús Arturo Bat­i­sta

Frá MBL.is.

Íslenski alpaklúbburinn í sam­starfi við Klif­ur­húsið og GG Sport vinna að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um.

Þeir leggja af stað vest­ur á þriðju­dag­inn og ætla að koma upp eins mörg­um klif­ur­leiðum á svæðinu og tími gefst til. „Við feng­um 350 augu frá GG Sport og stefn­an er að koma þeim öll­um upp í sum­ar,“ seg­ir Jón­as G. Sig­urðsson klifr­ari en eins og er eru fimm klif­ur­leiðir í Norðurf­irði.

Stefna á rúmlega 160 klifurleiðir.

Aðspurður hvort mörg klif­ur­svæði séu hér á landi seg­ir hann að það séu nokk­ur svæði þar sem stundað er sport­klif­ur. „Stærsta svæðið er Hnappa­vell­ir í Öræfa­sveit og svo eru nokk­ur minni svæði eins og und­ir Eyja­fjöll­um og Vals­ham­ar í Hval­f­irði.“

Á Hnappa­velli eru 160 klif­ur­leiðir en á öðrum svæðum eru leiðirn­ar á bil­inu 10 til 30. Jón­as seg­ir að svæðið í Norðurf­irði muni vera í svipaðri stærð og Hnappa­vell­ir.

Til þess að setja upp klifurleiðirnar þurfa þau fyrst að kom­ast upp á klett­ana til þess að setja upp akk­eri þar sem þeir geta sigið niður á og skoða lín­una sem þau hafa áhuga á, hvort þar sé fær leið upp og hvort séu grip. Þá þarf að byrja á því að hreinsa leiðina af gróðri og lausa­grjóti áður en að hægt er að bora göt fyr­ir fest­ing­arn­ar, svo­kölluð augu, sem eru boltuð í. Nánar hér á MBL.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Við Fell 15-03-2005.
Vefumsjón