Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012 Prenta

Agnes M verður biskup fyrst kvenna.

sr. Agnes M Sigurðardóttir.Mynd bb.is
sr. Agnes M Sigurðardóttir.Mynd bb.is
Sögulegir hlutir gerðust í dag þegar sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis, var kjörin biskup Íslands. Agnes tekur við embætti biskups í lok júní af Karli Sigurbjörnssyni, en hún verður fyrst kvenna til að gegna embætti biskups á Íslandi. Karl mun setja Agnesi í embætti 24. júní en hún tekur formlega við störfum 1. júlí. Úrslitin voru tilkynnt í Dómkirkjunni í dag, þar sem talning atkvæða úr síðari umferð kosninganna fór fram. sr. Agnes er fædd á Ísafirði 19 október 1954. Í tilkynningu frá sr. Agnesi á vef þjóðkirkjunnar segir: Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands. Eins er ég þakklát öllum þeim er hafa gengið með mér veginn undanfarnar vikur, stutt mig, hjálpað mér og unnið með mér. Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll. Sú vegferð sem við höfum verið á undanfarnar vikur hefur verið okkur sem störfum í Kirkjunni til uppörvunar og gagns. Mitt fyrsta verk verður að hlusta, heyra raddir fólks sem starfar á mismunandi sviðum Kirkjunnar, sýna umhyggju og mynda samstöðu um að fagnaðarerindið nái eyrum fólks. Ég er þakklát Guði mínum fyrir að hafa kallað mig til þjónustunnar og bið þess að mér auðnist að leiða Kirkjuna Drottni til dýrðar og þjóðinni til farsældar. Boðskapur hennar og þau gildi er kristin trú felur í sér eru sannarlega til þess fallin að gleðja, efla, hugga, styrkja og finna ráð við hvers konar vanda. Með bæn Reinholds Niebuhr, æðruleysisbænina í huga, bið ég Guð að leiða okkur í lífi og starfi.

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón