Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. janúar 2013 Prenta

Agnes Vestfirðingur ársins 2012.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er Vestfirðingur ársins 2012. Hún er hér ásamt Sunnu Dís Másdóttur, blaðamanni, sem afhenti henni viðurkenningarnar. Ljósm: Spessi.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er Vestfirðingur ársins 2012. Hún er hér ásamt Sunnu Dís Másdóttur, blaðamanni, sem afhenti henni viðurkenningarnar. Ljósm: Spessi.
Vestfirðingur ársins 2012 samkvæmt vali lesenda fréttavefsins bb.is er Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Agnes, sem er fædd á Ísafirði,var um árabil sóknarprestur í Bolungarvík eða allt þar til hún tók við embætti biskups Íslands á síðasta ári,fyrst íslenskra kvenna. Agnes fékk 30% greiddra atkvæða en vel á fjórða hundrað atkvæði bárust. Í öðru sæti með 10% greiddra atkvæða varð Finnbogi Örn Rúnarsson,11 ára drengur sem búsettur er í Bolungarvík. Finnbogi Örn fæddist með Downs heilkenni og hjartagalla. Þegar hann var þriggja mánaða gamall gekkst hann undir hjartaaðgerð í London og í apríl á síðasta ári gekkst hann undir stóra hjartaaðgerð í Lundi í Svíþjóð þar sem hjartaloka var lagfærð og var framtíðin björt. Stóra áfallið kom síðan 1. desember síðastliðinn þegar Finnbogi Örn fékk heilablóðfall með þeim afleiðingum að hægri hlið líkamans lamaðist auk þess sem hann missti málið. Finnbogi Örn liggur nú á Barnaspítala Hringsins. Hann hefur náð ótrúlegum styrk og fengið málið aftur. Nánar hér á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Dregið upp.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
Vefumsjón