Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. mars 2012 Prenta

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Hljómsveit kvöldsins verður Blek og byttur.
Hljómsveit kvöldsins verður Blek og byttur.

Forsala fyrir árshátíð.

Árleg árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð laugardaginn 17. mars. Forsala miða verður í Ýmishúsinu á næsta laugardag, 10. mars, á milli 14 og 16. Þar verður einnig hægt að taka frá borð.

Miðaverð í mat og á dansleik er 8.000 kr.

Matseðill kvöldsins:

Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa

Aðalréttir: Ofnbakað lambalæri að hætti hússins og gljáð kalkúnabringa.

Meðlæti: Kartöflugratín, smjörsteikt rótargrænmeti, blandað salat með ávöxtum, auk bernaissósu og rauðvínssósu.

Eftir mat verður boðið upp á kaffi og konfekt.

Á árshátíðinni verður Guðbrandur Torfason veislustjóri og Lára Sveinsdóttir, söng- og leikkona verður með söngatriði með lögum Jude Garland. Einnig verður borðsöngur og hið sívinsæla happdrætti.

Hljómsveit kvöldsins verður Blek og byttur. Sveitin sú er Árneshreppsbúum, nær og fjær, að góðu kunn en hún hélt uppi taumlausri skemmtun á árshátíð félagsins fyrir ári síðan og sló hvergi af á dansleik í Trékyllisvík á síðasta sumri.

Að mat og skemmtun lokinni verður húsið opnað fyrir gesti og kostar 2.500 kr. inn á dansleikinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2018 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
Vefumsjón