Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. september 2017 Prenta

Bjarnarfjarðarháls.

Fyrra slitlagið er komið á Bjarnarfjarðarháls.
Fyrra slitlagið er komið á Bjarnarfjarðarháls.
1 af 2

Fréttamaður Litlahjalla var á ferð til Hólmavíkur fyrir helgi og keyrði þarafleiðandi ný malbikaða veginn yfir Bjarnaffjarðarháls en nýji kaflinn var opnaður fyrir almennri umferð á dögunum. Vertakafyrirtækið Borgarverk ehf vann verkið, og var þetta eitt stærstu verkefna sem þeir hafa verið með undanafarin tvö ár.

Vegurinn liggur mikið til á sömu slóðum og sá gamli, en með talsverðum breytingum þó, aðallega að sunnanverðu, þar sem vegurinn kemur niður í Steingrímfjörð. Nú er þeir hjá Borgarverki búnir að ganga frá meðfram hinum nýja vegi og er það allt mjög snyrtilega gert, eins og öll vinna og frágangur er hjá þessu fyrirtæki. Nú á dögunum, loksins, var sent útboð frá Vegagerðinni, fyrir smíði nýjar brúar yfir Bjarnarfjarðará, enn því hefur stöðugt verið frestað, enn brúin var ekki talin bera þann þunga sem flutningabílar eru í dag, og var talin orðin hættuleg, í upphafi átti brúin að vera tilbúin þegar vegagerð á nýjum vegi lyki. Hvernig brúin sé allt í einu orðin burðarmikil í dag skilja fáir, nema hún hafi styrks við nýjan ráðherra vegamála í millitíðinni. Borgarverk átti að ljúka vinnu með því að rífa gömlu brúna. Nú frestast það um ár að hið minsta að seinna slitlagið verði lagt, og að hin nýja brú verði að veruleika. Samkvæmt tilkynningu ætti útboð fyrir hina nýju brú að vera opnuð nú rétt fyrir miðjan mánuð.

Þess má einnig geta að Borgarverk sá um allar framkvæmdir vegna framkvæmda á Gjögurflugvelli árið 2015. fyrir Isavia. Þegar flugbraut var klædd slitlagi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
Vefumsjón