Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. mars 2017 Prenta

Bókasöfnun Finnbogastaðaskóla.

Krakkarnir með bækurnar og spilin.Frá vinstri Jóhanna Engilráð, Logi Kaldalóns, Harpa Kaldalóns, Eva Karín, Krista Björt og Daníel Rökkvi.
Krakkarnir með bækurnar og spilin.Frá vinstri Jóhanna Engilráð, Logi Kaldalóns, Harpa Kaldalóns, Eva Karín, Krista Björt og Daníel Rökkvi.

Krakkarnir í Finnbogastaðaskóla fengu á dögunum bókagjafir og spil úr ýmsum áttum. Bæði frá rithöfundum og einstaklingum. Bókakosturinn í skólanum var orðinn gamall og ekki mikið af bókum eftir samtímahöfunda. Foreldri ákvað því eftir að hafa þurft að líma saman nokkrar skólabækur sem komu upp úr töskunum að auglýsa eftir gefins bókum og spilum á facebook síðum og ekki stóð á svörum og meira að segja var kona sem gaf söfnuninni 20 þúsund krónur fyrir sendingarkostnaði og afgang upp í nýjar bækur. Heilmikið barst af bókum í sveitina og krakkarnir voru himinlifandi með þetta og eru þau strax byrjuð að drekka í sig bækurnar, enda einstaklega námsfúsir krakkar við Finnbogastaðaskóla.

Matráður skólans Björn Axel Guðbjörnsson steikti grænar pönnukökur meðan unnið var hörðum höndum með nýja skólastjóranum Selmu Kaldalóns við að flokka og raða nýju bókunum.

Við þökkum öllum kærlega fyrir sem lögðu söfnuninni lið.

Fyrir hönd foreldra og starfsmanna skólans. Hulda Björk Þórisdóttir.

Myndina tók Hulda Björk.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
Vefumsjón