Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008 Prenta

Borað fyrir heitu vatni á Krossnesi.

Jarðborinn Klaki.
Jarðborinn Klaki.
1 af 2

Úlfar Eyjólfsson bóndi á Krossnesi er að láta bora fyrir heitu vatni á jörð sinni rétt hjá þar sem heita uppsprettan er við sundlaugina.

Er ætlunin að fá meira heitt vatn allt uppí 70 gráðu heitt.

Ætlunin er að bæta heitavatnið á bænum að Krossnesi til upphitunar,en þar hefur verið hitað upp með hveravatni í nokkur ár. Og ekki síst að bæta heita vatnið fyrir sundlaugina og heita pottinn,en ekki hefur reynst nóg heitt vatn þar síðan heiti potturinn kom.Og jafnvel ef nógu heitt og nóg rennsli verður að nota það til upphitunar húsa á Norðurfjarðarbæjunum seinna meir.

 

Áætlaður kosnaður við borunina er um 2.5 milljónir og verður borunin styrkt af Orkusjóði vegna jarðhitaleitar.

 

Vatnsborun ehf sér um verkið við borunina og er borað með bornum Klaka.

Ástþór A Haraldsson og Adam L Karlsson hjá Vatnsborun settu borin upp á þriðjudagin 21 og byrjuðu að bora um kvöldið og aðeins í gær,þá þurfti að setja niður stálhólk og fóðra holuna.

Borað er með 10 gráðu halla og var holan orðin 24 metra djúp í gær,en borað verður niðrá 200 metra dýpi.

 

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur var búin að gera rannsóknir á hitaæðum í hreppnum fyrir sveitarfélagið Árneshrepp og staðsetja hvar ætti að bora.

Utan þess að vitað er um nokkuð örugt heitt vatn á Krossnesi er það á Gjögri og Reykjaneslandi fyrir neðan og norðan við flugvöllinn,en að mati Hauks er það of nálægt sjó og yrði vatnið sjóblandað.

Þá er mikið um hitaæðar í jörð í Ófeigsfirði,þar væri álitlegt að bora.

Nú í haust verða boraðar könnunarholur eða (hitastigulsholur) við svonefnt Ytra-Skarð í Stóru-Ávíkurlandi eða rétt á mörkum við Finnbogastaðaland í Trékyllisvík,einnig verður boruð ein könnunarhola í Melalandi.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
Vefumsjón