Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. nóvember 2011 Prenta

Ekkert flug í dag.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Ekki gat Flugfélagið Ernir flogið á Gjögur í dag.Fyrst í morgun var bullandi slydda og síðan rigning og þegar vind lægði datt niður skýjahæð og skyggni lítið í þokulofti.Enn átti að nota litla vél,stærri vélin er ekki enn komin úr viðgerð.Það skal tekið fram að ekki hefði heldur verið fært flugvél í blindflugi heldur. Eins og fram hefur komið hér á vefnum hefur ekkert verið flogið síðan 24 október.Athugað verður með flug á morgun.Þetta er ófremdarástand að Flugfélagið Ernir skuli ekki vera með alvöru vél í þessari áætlun.Svo gengur ekki Gjögur fyrir daginn eftir ef ekki er hægt að fljúga á áætlunardegi,heldur ganga aðrir staðir fyrir sem hafa samgöngur bæði í lofti og á landi.Ætli önnur sveitarfélög láti bjóða sér svona samgöngur?

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
Vefumsjón