Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015 Prenta

Ernir komu á 19 sæta vél á Gjögur í dag í fyrsta sinn.

Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu í dag fyrir hádegið á Gjögur og komu í fyrsta skipti á 19 sæta vél sinni sem er Jetstream 32. og ber einkennisstafina TF-ORC. Flugmennirnir létu mjög vel af því að lenda á Gjögurflugvelli enda flugbrautin freðin og væri sem malbikuð. Þeir reikna ekki með að hægt væri að lenda þessari vél á Gjögri á meðan frost væri að fara úr brautinni og brautin þíð.

Ekki er vitað annað en að átta sæta flugvélin frá Mýflugi byrji aftur að fljúga fyrir Erni á Gjögur eftir um tíu daga til hálfan mánuð,en Mýflug hefur séð um flug fyrir Erni marga undanfarna vetra. Þetta verður svona millibilsástand um einhvern tíma,eins og „Ásgeir Örn Þorsteinsson markaðsstjóri Ernis segir í viðtali við Morgunblaðið í dag“.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
Vefumsjón