Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júní 2015 Prenta

Falinn Skógur.

Sýningarstjórar eru Dóra Hansen húsgagna- og innanhússarkitekt og Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarfræðingur.
Sýningarstjórar eru Dóra Hansen húsgagna- og innanhússarkitekt og Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarfræðingur.
1 af 4

Fréttatilkynning.

Sunnudaginn 7. júní opnar í Djúpavík á Ströndum sýningin FALINN SKÓGUR – rekaviður í hönnun. Tuttugu og sex þátttakendur sýna nýleg verk  þar sem rekaviður er notaður á fjölbreytilegan hátt jafnt í skartgripi, nytjahluti, útihúsgögn sem arkitektúr. Verkin á sýningunni eru gott dæmi um það hvernig rekaviðurinn býður upp á fjölbreytilega nálgun. Ýmist má vinna úr honum ómeðhöndluðum eða að horfa á hann sem efnivið til frekari vinnslu. Sýningin er sett upp í gömlu síldarverksmiðjunni og verður opinn allt sumarið og er unnin í samvinnu við Hótel Djúpavík. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þennan falda ,,nytjaskóg“ sem landsvæðið hefur að geyma. Jafnframt að vekja athygli á ónýttum tækifærum sem leynast víða.

 

Sýningarstjórar eru Dóra Hansen húsgagna- og innanhússarkitekt og Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarfræðingur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
Vefumsjón