Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. febrúar 2014 Prenta

Farþega og vöruflutningar á Gjögurflugvöll árið 2013.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2013 frá Isavia. Fækkun er á farþegum á milli áranna 2013 og 2012 eða 70 færri,en 2012. Umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþegar. Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Vöru og póstflutningar jukust aðeins á milli áranna eða um 837 kg. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2013 voru 146 á móti 216 árið áður,eða 32.4 % færri, þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2013:19.722. kg,enn árið 2012:18.885. kg. jókst því um 4,4%. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 172 enn árið áður 170 lendingar,tveim lendingum fleiri eða 1,2% fleiri lendingar árið 2013. Ekkert sjúkraflug er skráð á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það fjórða árið í röð. En slíkt fyrirkomulag byrjaði í júní 2010. Mikil óánæga er með þetta hjá heimamönnum og ekki síður hjá ferðafólki,um mesta ferðamannatímann,því ferðamenn geta ekki notað flugið sem skyldi frá og til Gjögurs eins og áður. Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Sirrý og Siggi.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón