Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. júlí 2010 Prenta

Fornbílar á ferð um Strandir.

Fornbílaklúbburinn kemur til Djúpavíkur á laugardag.
Fornbílaklúbburinn kemur til Djúpavíkur á laugardag.

Vestfjarðaferð Fornbílaklúbbs Íslands.

Vikuna 23 til 30 júlí standa félagar úr fornbílaklúbbi íslands fyrir stórferð um Vestfirði.

Félagar úr klúbbnum munu keyra saman frá félagsheimili sínu við Rafstöðvarveg í Reykjavík kl.14.00 föstudaginn 23.júlí. 

Stefnan verður tekin á Hólmavík þar sem gist verður fyrstu nóttina. 

Á Laugardeginum munu bílarnir  verða á ferð um strandir og koma við í Djúpuvík og enda um kvöldið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúpi.

Sunnudagurinn 25.júlí verður tekin í að aka norður Djúpið og endað í Bolungavík með viðkomu á Súðavík og Ísafirði. 

Mánudagurinn 26.júlí fer í að aka suður að Þingeyri þar sem gist verður næstu nótt, með viðkomu á Suðureyri og Flateyri.

Næsta dag verður ekið suður til Patreksfjarðar með viðkomu á Bíldudal og Tálknafirði. 28.júlí verða félagarnir svo á ferð frá Patró að Flókalundi. 

Síðasta daginn verður ekin Barðaströndin að Bjarkalundi og Reykhólum.

 

Frekari upplýsingar er að finna á fornbill.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Spýtan og súlan eftir.
Vefumsjón