Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009 Prenta

Fréttatilkynning um Hamingjudaga.

Hólmavíkurkirkja trjónir á hæð í kauptúninu á Hólmavik og er stollt Hólmvíkinga.Mynd Jón Halldórsson.
Hólmavíkurkirkja trjónir á hæð í kauptúninu á Hólmavik og er stollt Hólmvíkinga.Mynd Jón Halldórsson.

 Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin í fimmta sinn dagana 2.-5. Júlí næstkomandi. Á Hamingjudögum er lögð áhersla á fjölskylduvæna afþreyingu í fallegu umhverfi í Strandabyggð. Tónlist hefur frá upphafi sett mikinn svip á hátíðina. Að þessu sinni verða m.a. þrennir tónleikar, með  Svavari Knúti, Árstíðum og Helga Val á fimmtudagskvöldi, Gunnarði Þórðarsyni á föstudagskvöldi  og KK og Magga Eiríks á laugardagskvöldi. Hamingjudansleikurinn í ár verður með hljómsveitinni Von frá Sauðárkróki. Þá verður útiskemmtun þar sem heimamenn standa fyrir veglegri dagskrá ásamt Felix Bergssyni sem kynnir dagskrána og skemmtir börnum á öllum aldri. Einnig munu kraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn, Furðuleikar í Sævangi, Tómas Ponzi teiknari og Hrönn spámiðill setja svip á hátíðina. Á Hamingjudögum er líka ávallt fjölbreytt afþreying í boði, svo sem lasertag, sjóstangveiði, golf, mótorkross, gönguferðir, hestaferðir og árlegt kassabílarallý.  Á Hólmavík eru vel útbúin og skjólgóð tjaldsvæði, við hliðina á glæsilegri sundlaug staðarins.

 

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á strandabyggd.is/hamingjudagar og hamingjudaga @holmavik.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Naustvík 10-09-2007.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón