Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. júlí 2015 Prenta

Gengur lítið sem ekkert með heyskap.

Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt 24-07-2015.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt 24-07-2015.

Heyannir er tíundi mánuður ársins og fjórði sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Heyannir hefjast alltaf á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri, eða á tímabilinu 23. til 30. Júlí.

Svo lýsir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal mánuðinum í riti sínu, Atli frá árinu 1780: Heyannir er mánuður sá, sem sól hleypur um ljónsmerki. Nafn þessa mánaðar sýnir hvað þá skal iðja. Því nú er komið að því ábatasamasta verki hér á landi, sem er að afla heys, og meta það flestir menn öðrum framar. Sláttur byrjar venjulega að miðju sumri. Vökva menn plöntur einu sinni í viku, með sjóvatni en öðru vatni annars, ef miklir þurrkar ganga. Nú má safna Burkna, hann er góður að geyma í honum vel þurrum egg, rætur og epli, sem ei mega út springa, hann ver og mokku og fúa. Líka hafa menn brúkað ösku í hans stað. Kornsúru og kúmeni má nú safna. Mitt í þessum mánuði er sölvatekjutími: Heimild Frjálsa alfræðiritið.

Já í dag er eftir almanakinu er sagt að heyannir byrji, það gengur sjálfsagt misjafnlega á landinu. Hér í Árneshreppi byrjuðu einhverjir bændur að slá fyrir helgina, en lítið sem ekkert gengur að þurrka heyið aðeins, en það þarf að þurrka heyjið aðeins áður en það er rúllað í heyrúllur. En er hér á Ströndum eru bara hægar hafáttir að hafa, með þokulofti og súld, misjafnlega mikilli, þó koma kaflar úr dögum að sést aðeins uppúr þokunni, og menn vita að himininn er blár enn þarna uppi. Mjög kalt er í veðri enn. Heyskap var að ljúka um þetta leitið í fyrra.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
Vefumsjón