Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. mars 2012 Prenta

Góð sala á Árshátíð félags Árneshreppsbúa.

Árshátíðin er á laugardaginn 17 mars.
Árshátíðin er á laugardaginn 17 mars.
1 af 2

Árshátíð félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð á næsta laugardag, 17. mars. Ljóst er að á annað hundrað manns verða í mat en forsala aðgöngumiða gekk vel á síðasta laugardag. Salurinn er stór og góður svo enn er hægt að bæta við nokkrum gestum í mat. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hressan hóp og njóta framúrskarandi matar  þurfa að gera upp hug sinn fyrir fimmtudagskvöldið, 15. mars. Best er að snúa sér til Böðvars Guðmundssonar í síma 899 4024,  Unnar Pálínu Guðmundsdóttur, 849 9552 eða Guðrúnar Gunnsteinsdóttur, 694 9700. Á laugardaginn opnar húsið klukkan 19 og verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði auk happdrættis meðan matur verður snæddur. Hljómsveitin Blek og byttur, sem slóg í gegn á síðustu árshátíð og aftur á balli í Trékyllisvík í sumar sem leið, leikur fyrir dansi. Þeir sem ekki sjá sér fært að koma í matinn eru hvattir til að koma á dansleikinn sem hefst fljótlega að loknum mat. Það er alltaf stuð og stemning á dansleikjum Árneshreppsbúa. Enginn verður svikinn af því að koma á ballið og hitta frændfólk og vini og stíga um leið dans með Bleki og byttum. Miðaverð á dansleikinn er 2.500 kr og að sjálfsögðu verður posi á staðnum. Að lokum minnir stjórn Félags Árneshreppsbúa á fésbókarsíðu félagsins en á henni er talsvert af myndum frá skemmtunum og fundum síðustu ára. Síðan er öllum opin og vandalaust fyrir snjáldrara að þræða sig inn á hana. Hittumst kát og hress í Ýmishúsinu á laugardagskvöldið. Segir í fréttatilkynningu frá félagi Árneshreppsbúa.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Norðurfjörður I -2002.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón