Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. nóvember 2017 Prenta

Hættir sem póstur eftir rúmlega 21. árs starf.

Jón Guðbjörn í jólapóstinum í fyrra. Mynd Hulda Björk.
Jón Guðbjörn í jólapóstinum í fyrra. Mynd Hulda Björk.

Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hætti sem póstur í Árneshreppi formlega þann 1 nóvember síðastliðin Jón er búin að vera póstur frá maí 1996 og þá fyrst hjá Pósti og síma, síðan hjá Íslandspósti. Eða alls í tuttugu og eitt ár og fimm mánuði. Fyrst voru póstferðirnar frá póststöðinni í 523 Bæ í Trékyllisvík á Gjögurflugvöll og til baka með póstinn þangað og póst sem hélt svo áfram á 524 Norðurfjöður, en annar póstur sá um þá dreifingu þangað. Jón dreifði síðan póstinum á bæi í Trékyllisvík og út í Ávíkurbæina.

Eftir að bréfhirðingunni á 522 Kjörvogur og 523 í Bæ voru lagðar niður og öll bréfhirðing var færð á 524 Norðurfjörð, en breyttist þá í 524 Árneshreppur og allir hreppsbúar voru með sama póstfang, tók Jón G við allri dreifingu á pósti í hreppnum nema Djúpavík. Sækja póst til Norðurfjarðar og fara með á flugvöllinn á Gjögri og taka þá póstinn sem kom að sunnan til Norðurfjarðar og lesa í sundur og dreifa síðan á bæina. Eftir upplýsingum frá Íslandspósti virðist sem Jón Guðbjörn hafi verið lengst landpósta í Árneshreppi samfellt.

Íslandspóstur bauð Jóni G Guðjónssyni að taka alveg við póststöðinni eða bréfhirðingunni og vera með allt heima hjá sér, en Jón hafnaði því, því að stutt væri í að hann mundi vilja hætta og það tæki sig ekki. Besti tíminn væri að breyta þessu núna. Á það féllust yfirmenn Íslandspóstur loks. „Og Jón segist vera ánægður og sáttur.“

Nú hefur hið nýja verslunarfólk á Norðurfirði Ólafur Valsson og Sif Konráðsdóttir tekið við bréfhirðingunni og póstferðum að dreifa póstinum á bæina. Jón Guðbjörn ætlar nú að vera þeim innanhandar ef þarf og fara eina og eina ferð ef þaug þurfa á að halda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón