Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. október 2009 Prenta

Háhraðanet Simans tengt í Árneshreppi.

Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
1 af 2
Innternet Simans tengt í Árneshreppi.

Nú í vikunni sem er að líða hafa menn frá Símanum verið að tengja háhraðanetið á bæjum og stofnunum í Árneshreppi.

Sett eru loftnet utaná húsin og síðan kemur tengikassi inná veggi í húsunum,þaðan er þráðlaust samband í tölvu enn ef langt er í tölvu þarf að leggja kapal frá kassanum í viðkomandi tölvu.

Um tvo möguleika er að ræða í gagnamagni og hraða er að ræða.

Það er Grunnáskrift með hraða allt að 1 Mb/s og Gagnamagni 1 GB.

Síðan er leið eitt með hraða allt að 2 Mb/s og Gagnamagni 10 GB,sem flestir taka.

Ekki verður um meiri hraða eða gagnamagn um að ræða hér að sinni,en Síminn er með þrjá aðra pakka það er leið 2.3.og 4 sem eru ekki í boði hér ennþá.
Enn er Djúpavík og Kjörvogur eftir að fá háhraðatengingu.
Fólk getur notað 3.G netlykla líka ef það vill til dæmis fyrir fartölvur,sem er ósköp þægilegt ef farið er í ferðalög.
Nú er bara að sjá hvernig þetta reynist,enn þetta á að vera stöðugra samband en á 3.G netlyklum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
Vefumsjón