Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017 Prenta

Hvalárvirkjun í Árneshreppi.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.

Álitsgerð Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Hvalárvirkjunar, 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi.

Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum, svo sem fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og haugsetningu. Áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda er töluvert umfangsmikið og nær til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklu óbyggðu víðerni sem nær frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri norður að Hornbjargi.

Jafnframt liggur fyrir að framkvæmdin hefur áhrif á vistkerfi, jarðminjar og landslag sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Vísast þar til 2., 3. og 61. gr. laganna, en forðast ber að raska náttúruminjum sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. laganna nema brýna nauðsyn beri til. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að náttúruverndarlögum kemur fram að með orðalaginu „brýn nauðsyn“ sé lögð áhersla á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Framkvæmdin mun hafa, eins og hún er kynnt í matsskírslu, veruleg áhrif á náttúruminjar sem njóta verndar samkvæmt umræddri grein náttúruverndarlaga.

Í matsskírslu Vesturverks

Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón