Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. janúar 2010 Prenta

Ísinn var næst landi 12,5 sjm. N af Drangaskeri í gær.

Ísmynd frá því kl:22:29 í gærkvöldi.
Ísmynd frá því kl:22:29 í gærkvöldi.
1 af 2
Laugardaginn 16. janúar 2010 fór þyrla landhelgisgæslunar TF-EIR í gæslu og ískönnunarflug. Var flogið norður Húnaflóann og fyrir vestfirðina.

Einn stakur ísjaki sást í Húnaflóanum á stað :  66°12,7‘N - 21°16,3‘V

Komið var að ísröndinni  út af Húnaflóa og henni fylgt til vesturs um eftirtalda staði:

 

1. 66°22,7‘N - 21°18,2‘V (Þaðan lá ísröndin í r/v 60°)

2. 66°23,6‘N - 21°20,8‘V

3. 66°23,6‘N - 21°27,4‘V

4. 66°25,5‘N - 21°28,8‘V

5. 66°26,5‘N - 21°41,9‘V (Þaðan lá ísröndin í norð, norðaustur)

 

Var ísinn ca 7-9/10 að þéttleika þar sem ísröndin var en stöku smájakar  í ca 1-2 sjm. út frá ísröndinni. Á svæðinu var þó nokkur þoka eða u.þ.b. 1-2 sjm. skyggni og því ekki gott að gera nákvæma grein fyrir hversu langt ísinn dreifðist.  Einning sást ísinn mjög illa á radar þar sem úrkoman á svæðinu truflaði radarskylirðin.

Þegar flogið var frá ísröndinni í átt að Hornbjargi mátti sjá ísdreifar hér og þar á flugleiðinni að Horni.
Næst landi var ísinn sem hér segir:17,5 sjm.A af Horni.12,5 sjm.N af Drangaskeri og 16 sjm.NNA af Þaralátursnesi.
Hér eru svo myndir frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Melar I og II.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón