Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2012 Prenta

Kemst presturinn í jarðarförina?

Síðdegisútvarpið tekur Árneshrepp uppá arma sína.
Síðdegisútvarpið tekur Árneshrepp uppá arma sína.

RÚV.is
Síðdegisútvarpið á Rikisútvarpinu var með viðtal við oddvita Árneshrepps og upplýsingarfulltrúa Vegagerðarinnar í gær. Í augum margra Árneshreppsbúa er 6. janúar ein óvinsælasta dagsetning ársins. Ástæðan er sú að nú er komið að þeim hluta ársins að vegurinn þangað verður ekki ruddur fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu. Nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga samfleytt.

Ástæðan er sú að Árneshreppur fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu. Þetta er afleitt, segja heimamenn, enda er aðeins ein akleið til og frá hreppnum. Í Árneshreppi búa 50 manns og vegurinn þangað er gamall sveitavegur sem er úr sér genginn allan ársins hring enda lagður á árunum í kringum 1960-70. Í Síðdegisútvarpinu var rætt um þetta við Oddnýju Þórðardóttur, oddvita í Árneshreppi og G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúa Vegagerðarinnar. Í máli Oddnýjar kom fram að jarðarför fer fram í hreppnum um helgina. Presturinn og organistinn kom frá Hólmavík og óvíst hvort það takist að ferja þá til kirkju.
Hér má hlusta á viðtalið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
Vefumsjón