Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012 Prenta

Keyra dísilvélar vegna fjarskipta.

Ljósavél í veðurathugunarhúsinu.
Ljósavél í veðurathugunarhúsinu.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur keyrt dísilvél frá því í dag bæði til ljósa og ekki síður vegna fjarskiptastöðvar Símans til að halda nægri spennu  á stöðinni,aldrei er hringt eins mikið og þegar rafmagnsleysi er,og netsambandið tekur líka orku,Sigursteinn er með spýtna ketil til upphitunar hús síns þegar svona ástand skapast. Eins er keyrð ljósvél á Krossnesi vegna fjarskiptastöðvarinnar fyrir sjónvarp sem þar er,þannig að þeir sem hafa varaafl geta horft á sjónvarp. Einnig keyrir Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður vél til að geta fylgst með vindmælum og til að senda veðurathuganir,en einnig er hægt að hringja veðurskeyti inn til Veðurstofu Íslands. Slökkt verður á vélum yfir hánóttina. Allt er háð rafmagni bæði veðurathuganir og ekki síst öll fjarskipti við umheiminn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Naustvík-16-08-2006.
Vefumsjón