Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. desember 2012 Prenta

Laufabrauðsdagur í Finnbogastaðaskóla.

Börnin spreyta sig í laufabrauðsútskurði.
Börnin spreyta sig í laufabrauðsútskurði.
Í vikunni var laufabrauðsdagur í Finnbogastaðaskóla. Laufabrauðsgerð er gamall íslenskur siður sem ekki þekkist annars staðaðar í heiminum. Að minnsta kosti ekki svona þunnar og fallega skreyttar kökur. Útskurðurinn minnir á lauf þegar brauðið hefur verið steikt og talið er að nafnið á kökunum megi rekja til þessa. Líkast til þá var laufabrauðsgerð leið til að gera vel við sig um jólin. Oft var lítið til af hveitimjöli á bæjunum og brauðið var því haft afar þunnt. Hægt var að steikja margar fallegar kökur úr frekar litlu hráefni. Kökurnar gáfu samt alltaf magafylli og voru heilmikil og falleg búdrýgindi með hangikjötinu. Laufabrauð er skreytt með mismunandi mynstrum. Sum bera nöfn eins og bóndamynstur,eiföld stjarna,áttablaða stjarna og stjörnuregn. Einnig hafa kirkjur og burstabæir verið vinsælar skreytingar í áratugi. Aðalatriði hjá þeim í Finnbogastaðaskóla er að viðhalda skemmtilegri jólahefð og eiga notalega stund saman á aðventunni. Öll börn sveitarinnar mættu galvösk vopnuð hnífum og skurðarbrettum og tóku til við að skapa hvert listaverkið á fætur öðru. Þetta kemur fram á vefsíðu Finnbogastaðaskóla.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
Vefumsjón