Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012 Prenta

Lúxuslíf á Mölinni.

Meðfylgjandi er mynd af Prinspóló og Berglindi Hessler : Ingvar Högni Ragnarsson.
Meðfylgjandi er mynd af Prinspóló og Berglindi Hessler : Ingvar Högni Ragnarsson.
Laugardagskvöldið 13. október næstkomandi verða haldnir fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð á Malarkaffi á Drangsnesi. Tónleikaröðin hefur hlotið nafnið "Mölin" og verður haldin mánaðarlega í vetur. Á Mölinni verður lögð áhersla á að færa þverskurð af fjölbreyttri tónlistarflóru landsins nær menningarþyrstu Strandafólki.

Það er hinn eðalborni Prinspóló sem mun ríða á vaðið og heilla tónleikagesti með grípandi smellum sínum. Á tónleikunum á laugardaginn verður Prinsinum til halds og trausts hans ektakona Berglind Hressler en þau hafa undanfarnar vikur dvalist ásamt fjölskyldu sinni á Drangsnesi. Má því búast við að töfrandi Strandaloftið smitist inn í spilamennsku þeirra hjóna og smellir á borð við Lúxuslíf og Niðrá strönd öðlist nýtt líf á Mölinni.

Tónlistarmaðurinn Borko mun hita tónlistargesti upp með nýjum útgáfum af lögum sínum. Borko, sem nýverið flutti af mölinni á Drangsnes, mun jafnan sjá um upphitun fyrir listamennina sem leika á Mölinni og er ætlunin að nýtt efni verði flutt í hvert sinn. Á þessa fyrstu tónleika Malarinnar verður aðgangur ókeypis og vonast Prinsinn og hirð hans til að sjá sem flesta. Segir í fréttatilkynningu frá Malarkaffi á Drangsnesi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
Vefumsjón