Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. september 2014 Prenta

Merki (logo) fyrir Strandasól.

Nýtt hús Strandasólar.
Nýtt hús Strandasólar.

Á árinu 2014 eru 40 ár síðan Björgunarsveitin Strandasól var stofnuð af nokkrum bændum í Árneshreppi á Ströndum. Strandasól hefur verið ein af minnstu björgunarsveitum landsins í gegnum árin en þó gegnt mikilvægu hlutverki, enda víðtæk þekking heimamanna á svæðinu ómetanleg þegar neyð skapast.

Að gefnu tilefni vilja forsvarsmenn Strandasólar efna til samkeppni um merki (logo) fyrir Strandasól. Öllum er heimil þátttaka og skal skila tillögum til formanns sveitarinnar, Ingvars Bjarnasonar á netfangið ingvar.bjarna@gmail.com. Allar tillögur verða svo nafnlausar lagðar fyrir þriggja manna dómnefnd. Nýtt merki Strandasólar verður m.a. sett upp á húsnæði björgunarsveitarinnar sem er að rísa við Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2014 og hvetjum við sem flesta til að vera með. Verðlaun í boði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Vatn sótt.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
Vefumsjón