Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. júlí 2017 Prenta

Niðjar Olgu Soffíu Thorarensen frá Gjögri á ferð á æskuslóðir.

Fagrabrekka, Nátthagi, Viganes, við Gjögur.
Fagrabrekka, Nátthagi, Viganes, við Gjögur.
1 af 7

Sæll Jón 

Hún Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir hvatti mig til að skrifa nokkrar línur og senda þér myndir til að birta á vefnum Litla Hjalla. Ástæðan er sú að nokkur frændsystkin ættuð frá Gjögri voru á ferð á Ströndum um daginn. hér fyrir neðan er textinn og ég sendi þér myndir í öðrum pósti. Þú ræður svo hvort þú birtir þetta :) 

bestu kveðjur 

Sigríður Arna Arnþórsdóttir (kona Sævars Siggeirssonar)

 

Dagana 16.-18 júní sl. voru afabörn þeirra hjóna, Olgu Soffíu Thorarensen og Jóns Sveinssonar kaupmanns á Gjögri á ferð um Strandirnar. Tilefnið var sextugsafmæli fjögurra þessarra barnabarna, þeirra Sævars Siggeirssonar sem er sonur Estherar Jónsdóttur. Odds Ólafssonar sem er sonur Ástu Jónsdóttur, Þórdísar Guðnýu Jónsdóttur Harvey sem er dóttir Vigdísar Jónsdóttur og Hansínu Bjarnfríðar Einarsdóttur sem er dóttir Margrétar Jónsdóttur. Hansína gat þó ekki verið með í ferðinni en kærar kveðjur frá henni fylgdu alla leið.

Alls voru tíu manns í ferðahópnum þar með talið börn og barnbörn afmælisbarnanna sem og vinir þeirra. Gist var í Gamla frystihúsinu hjá þeim Gunnsteini og Maddý sem vildu allt fyrir okkur gera. 

 

Þrátt fyrir kulda og rigningu á meðan dvölinni stóð, áttum við afar góðan tíma í Árneshreppi sem má ekki síst þakka einstaklega hlýlegum móttökum sem við upplifðum hvert sem við fórum. Reyndum við að koma sem víðast við, heimsóttum Handverks-og minjasafnið Kört þar sem mikið var spjallað um gamla tíma við Valgeir Benediktsson en hann gaf sér góðan tíma fyrir okkur. Fórum í kirkjugarðinn og vitjuðum leiða og skoðuðum báðar kirkjurnar. Síðan var farið á Gjögur og fetað í spor forfeðranna. Það er ekki laust við að það kæmi yfir mann einhver hátíðleiki við það, slík er virðingin við horfinn tíma og minninguna um forfeðurna. Auðvitað var farið í Hákarlavoginn og farið í pottinn áður en við renndum í safnaðarheimilið til að fylgjast með víðavangs- og pokahlaupi í rigningunni í tilefni Þjóðhátíðardagsins 17.júní. Þegar allir voru orðnir hæfilega blautir var ekkert eftir en að skella sér í Krossneslaug og blotna almennilega, því það er einstakt að liggja í sundlaug út við ysta haf og horfa út á sæinn þar sem hvítfextar öldurnar brotna upp við fjöruna.  

 

Við litum að sjálfsögðu við í Kaffi Norðurfirði og þar sem annarsstaðar voru móttökurnar yndislegar, okkur var bent á að fjörðurinn væri fullur af hval og hægt að sjá hann í vöðum með berum augum! þvílík upplifum. Ingólfsfjörður fór ekki varhluta af nærveru okkar og síðan á lokadegi fengum við leiðsögn um verksmiðjuna í Djúpuvík en Magnús tengdasonur Evu og Ásbjarnar gaf sér góðan tíma til að segja okkur frá síldaævintýrinu og uppbyggingu verksmiðjunnar. Eftir góða súpu og brauð í Hótel Djúpuvík lá leiðin síðan suður á bóginn aftur eftir eftirminnilega og góða ferð á heimaslóðir forfeðranna.

Við þökkum öllum Strandamönnum fyrir hlýlegar móttökur. 

Sigríður Arna Arnþórsdóttir

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
Vefumsjón