Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2012 Prenta

Nýi vertinn lokaðist inni.

Sveinn Sveinsson og Margrét Nielsen.
Sveinn Sveinsson og Margrét Nielsen.
Nýi vertinn Sveinn Sveinsson sem tekur við Kaffi Norðurfirði í vor og Margrét S Nielsen kona hans ásamt Ólafi Ingólfsson frá Eyri í Ingólfsfirði komu hingað á miðvikudag í síðustu viku og ætluðu að vera í ca 3 daga í Norðurfirði að skoða aðstæður vegna Kaffi Norðurfjarður. Ferðin norður gekk vel en olíu bíll tafði þau þar sem hann sat fastur í svonefndum Kúvíkurdal skömmu áður en þau komu til  Djúpavíkur. Nú er kominn mánudagur  og eru þau því lokuð hér inni í Árneshreppi enn."En segir að fari vel um þau á Gistiheimilinu á Bergistanga, hjá þeim Gunnsteini og Margréti og ekki yfir neinu að kvarta. Þau eru búin að panta miða á árshátíðina hjá Félagi Árneshreppsbúa á laugardag og vonast til að geta komist suður í tíma til að geta mætt þar.; Þau ættu að komast suður aftur seinnipartinn í dag því Vegagerðin er að hreinsa veginn norður í dag. Heyrst hefur frá gárungum hreppsins að Sveinn hefði átt að opna Kaffi Norðurfjörð því hreppsbúar eru farnir að gerast bjórþyrstir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
Vefumsjón