Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2011 Prenta

Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi og Höllu.

Bærinn í Drangavík 18-04-2008.
Bærinn í Drangavík 18-04-2008.
Fyrir skömmu komu í leitirnar á Þjóðskjalasafni áður ókunn skjöl um veru Eyvindar og Höllu í Drangavíkurfjalli á Ströndum, barnsfæðingu þar og handtöku vorið 1763. Einnig réttarhöld yfir þeim í Árnesi í Trékyllisvík og á Hrófbergi við Steingrímsfjörð sama vor og dómur sem upp var kveðinn á Broddanesi í Kollafirði 30. maí sama ár. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, heldur fyrirlestur um þessa merku uppgötvun undir titlinum Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum. Fyrirlesturinn verður í Skelinni-Þjóðfræðistofu laugardaginn 5 febrúar kl 16:00,og heitt verður á könnunni og allir velkomnir.Frá þessu er sagt á Strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
Vefumsjón