Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. mars 2014 Prenta

Opnað norður.

Guðbrandur Albertsson snjómokstursmaður við mokstur á norðanverðum Veiðileysuhálsi 5-03-2014.
Guðbrandur Albertsson snjómokstursmaður við mokstur á norðanverðum Veiðileysuhálsi 5-03-2014.
1 af 2

Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var að moka í gær bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Um talsverðan snjó var að ræða. Sem dæmi má nefna að snjómoksturstækið sem var að moka norðanmegin var yfir fjóra tíma í Sætrakleyfinni. Vegurinn var síðast opnaður 5. Mars en þá lokaðist hann strax aftur daginn eftir. Vegurinn norður er undir svonefndri G- reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Nú ætti að vera mokað tvisvar í viku ef ekki er um mikinn snjó að ræða,og hægt út af veðri á þriðjudögum og föstudögum. Nú er mikil vinna eftir við að moka ruðningum útaf hjá snjómokstursmönnum. Vegurinn er aðeins jeppafær. Myndirnar sem fylgja hér með tók Oddný S Þórðardóttir 05-03-2014.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón