Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. mars 2017 Prenta

Opnað tvisvar í viku.

Frá snjómokstri. Myndasafn.
Frá snjómokstri. Myndasafn.

Frá og með morgundeginum verður vegurinn opnaður tvisvar sinnum í viku norður í Árneshrepp. „Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík verður mokað á þriðjudögum og á föstudögum ef veður og snjóalög leifa.“ Vegurinn norður hefur verið mikið til jeppafær í vetur, og stundum hefur verið mokað af Vegagerðinni þrátt fyrir þessa G- reglu, að eigi ekki að moka fyrr en eftir 20. mars, því mjög snjólétt hefur verið í vetur.

Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra er ekki slæm. Austan og norðaustan 10-15 m/s og dálítil él, en hægari og yfirleitt þurrt og bjart í innsveitum. Mun hægari á morgun og léttskýjað að mestu, en stöku él annað kvöld. Hiti kringum frostmark í dag, en frost 0 til 7 stig á morgun. Mun kaldara í innsveitum yfir nóttina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón