Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2019 Prenta

Opnunarveisla Verslunarfélags Árneshrepps.

Sigurður Ingi Jóhannsson heldur ræðu.
Sigurður Ingi Jóhannsson heldur ræðu.
1 af 5

Í dag var haldin opnunarveisla á Norðurfirði þegar Verslunarfélag Árneshrepps var opnað formlega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra, kom norður og opnaði verslunina formlega, hélt ræðu og afhjúpaði merki félagssins, sem er búið að setja utan á verslunarhúsið. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti hélt ræðu og Arinbjörn Bernharðsson formaður verslunarfélagsins. Skúla Gautasyni var færður blómvöndur, en hann stóð mest í vinnu við stofnun félagssins, ásamt Evu oddvita og fleirum. Sigurður Ingi „sagði í sinni ræðu að verslun væri nauðsynleg í hverju byggðarlagi, tildæmis væri lítil verslun í hans heimbyggð í Hrunamannahreppi og þar væri lítið kaffihorn þar sem fólk gæti sest niður og spjallað, þar væri þetta kallað lygahornið, en hér mætti kalla þetta kjaftahornið“.

Margmenni mætti við þessa formlegu opnun Verslunarfélagsins og fengu sér kaffi og með því. Forláta brúnterta var bökuð og skreytt með merki Verslunafélagi Árneshrepps, og rjómi með, síðan skoðaði fólk verslunarhúsið og sumir versluðu. Árný Björk Björnsdóttir verslunarstjóri var mjög ánægð með daginn, og hvað margir komu og nutu þess að spjalla í kaffihorninu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
Vefumsjón