Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2009 Prenta

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi 21. mars.

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá formanni kjörnefndar í Norðvesturkjördæmi: 

„Prófkjör til framboðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga fer fram laugardaginn 21. mars 2009. Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir þeir sem gerst hafa flokksbundnir sjálfstæðismenn fyrir 21. febrúar 2009 og eru auk þess fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu, þar búsettir og hafa náð 16 ára aldri á prófkjörsdag. Framboðsfrestur til þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi rennur út á morgun miðvikudaginn 25. febrúar.

Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þarf að vera flokksbundinn meðlimur Sjálfstæðisflokksins, með lögheimili í Norðvesturkjördæmi og vera kjörgengur í Alþingiskosningunum næst komandi. Allar frekar upplýsingar s.s.um framboðseyðublað og reglur flokksins, má nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisfokksins í Norðvesturkjördæmi: www.nordvesturland.is. Frambjóðendum og öðrum áhugasömu er bent á að hafa að hafa samband við starfsmann Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í gegnum tölvupóst með því að senda á netfangið: fannar@xd.is eða með því að hringja í síma: 437-1460. Öllum framboðum skal skila í pósti til Fannars Hjálmarssonar starfsmanns Kjördæmisráðs á eftirfarandi heimilisfang: Arnarklett 30, 310 Borgarnesi. Póststimpill gildir ef framboð berast eftir 25. febrúar.

Fyrir hönd kjörnefndar,
Jóhann Kjartansson, formaður."

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Afmælisbarnið og gestir.
Vefumsjón