Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. janúar 2014 Prenta

Rafmagn komið í Árneshreppi. Bráðabirgðaviðgerð.

Rafmagn komst aftur á í Árneshrepp klukkan 03:22.
Rafmagn komst aftur á í Árneshrepp klukkan 03:22.

Rafmagn komst aftur á í Árneshreppi klukkan 03:22. Bilunin var fyrir norðan neyðarskýlið á Trékyllisheiði, þar voru brotnir að minnsta kosti fimm staurar,í svonefndum Sprengibrekkum og þar lá línan neðri í um eins kílómetra kafla. Það hefur verið bullandi ísing upp á heiði í gær og hlaðist á línur og brotið staurana, þótt hiti hafi verið um þrjú stigin niður við sjóinn í byggð. Athuga skal að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð að ræða. Mjög hættulegt er að fara um línusvæðið ,þar sem línan er mjög slök. Viðgerðarmenn fengu mjög slæmt veður á meðan að viðgerð stóð yfir. Þetta eru galvaskir sveinar, línumennirnir hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík,og ósérhlífnir. Það eru sjálfsagt allir ánægðir að rafmagnið sé komið á, sérstaklega þeyr sem hafa ekkert varaafl.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
Vefumsjón