Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. september 2009 Prenta

Réttað var í Melarétt í dag.

Frá Melarétt í dag.
Frá Melarétt í dag.
1 af 2
Fyrsta leitarsvæði var leitað nú um helgina það er norðursvæðið.
Leitardagar voru tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 11. sept. 2009, var svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þótti og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 12. september, var fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig var leitað  svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð var síðan rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.
Leitarmenn fengu ágætisveður mikið til þurrt enn allhvasst var af suðvestri í dag.
Fé virtist koma mjög vænt af fjalli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Steinstún-2002.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
Vefumsjón