Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2019 Prenta

Rok annað kvöld.

28 til 30 m/s gætu orðið annað kvöld í jafnavind. Kviður uppí jafnvel yfir 60 m/s. Eða í um 115 hnúta. Mynd VI á miðnætti annað kvöld.
28 til 30 m/s gætu orðið annað kvöld í jafnavind. Kviður uppí jafnvel yfir 60 m/s. Eða í um 115 hnúta. Mynd VI á miðnætti annað kvöld.
1 af 2

Mjög hvössum vind er spáð á morgun miðvikudaginn níunda janúar hér á Ströndum og jafnvel ofsaveðri um kvöldið af suðvestri. Vind fer að auka mjög uppúr hádegi og síðan fer hann ört vaxandi og nær sennilega hámarki um miðja nótt. Það er að vindur sé allhvass í fyrstu enn mjög ört vaxandi með deginum og komið hvassviðri um miðjan dag og stormur með kvöldinu og hávaðarok um kvöldið í jafnavind, 25-28 m/s . Og kviður jafnvel í 56 m/s. Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands segir reyndar: Sunnan 8-15 og rigning með köflum í fyrstu. Hiti 2 til 7 stig. En snýst í suðvestan 15-25 á morgun, hvassast á Ströndum og í Fljótum og áfram rigning. Hiti 6 til 12 stig. Ef þessi spá rætist verður þetta ein sú hvassasta síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík tekur undir orð Birtu L Kristinsdóttar veðurfræðings í sjónvarpsveðri í kvöld að allir fari með gát á þessum svæðum.

Uppfærð mynd kl:06:15. Ný vindaspá fyrir Strandir og norðurland vestra.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
Vefumsjón