Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. maí 2019 Prenta

Sauðburðarveður í maí.

Sauðfé var snemma sett út í þurrakuldan.
Sauðfé var snemma sett út í þurrakuldan.
1 af 2

Sauðburður hófst almennt hér í Árneshreppi um fimmta maí en svona fyrir alvöru um tíunda. Þegar sauðburður hófst var austlæg eða norðaustlæg vindátt með frekar svölu veðri og jafnvel með snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann tólfta með austlægum vindáttum en hægviðri, en þokuloft og súld með köflum, en annars þurrt fram til sautjánda. Þann átjánda gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í um fjóra daga, annars bara þurrviðri en smá snjóél voru þann tuttugusta og áttunda. Hitastigið hefur verið þetta 0 til 5 stig fram undir þetta.

Sauðfé var sett út nokkuð snemma þrátt fyrir kuldan því úrkomulítið var, en mest þurrakuldi og að mestu hægviðrasamt. Nú eru aðeins fjórir bæjir hér í Árneshreppi sem eru með sauðfé.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón