Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2012 Prenta

Síðasti snjómoksturinn norður.

Nú er snjótönnin komin í lag á hjólaskóflu hreppsins.
Nú er snjótönnin komin í lag á hjólaskóflu hreppsins.
Vegagerðin ruddi  veginn norður í Árneshrepp í gær. Og verður þetta síðasti moksturinn norður í Árneshrepp þar sem allur kosnaður er Vegagerðarinnar. En svonefnd helmingamokstursregla er í gildi en samkvæmt henni getur t.d sveitarfélagið pantað mokstur gegn því að borga helming kosnaðar við moksturinn. Síðan hefst reglulegur mokstur aftur um 20.mars. Um leið var notað tækifærið að koma snjóplógi (tönn) á hjólaskóflu hreppsins norður,en hann var í viðgerð í Borgarnesi. Snjóplógurinn bilaði á milli jóla og nýárs og þurfti að notast við skófluna til að moka með hjólaskóflunni hér innansveitar undanfarna mokstra,en skóflan er mjó og vont að moka útaf vegum með henni. Eitthvað gátu hreppsbúar notað færðina til að skreppa til Hólmavíkur í gær,enn færð spillist fljótt þegar hreifir vind þótt eitthvað verði hlýrra næstu daga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
Vefumsjón