Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 Prenta

Snjókoma og hvassviðri í dag.

Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.
Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.

Nú er slæmt veður á Ströndum,hvassviðri með talsverðri snjókomu og veður fer hratt kólnandi eftir því sem líður á vikuna. Flugi hefur verið aflýst til Gjögurs í dag,en athugað verður með flug þangað á morgun,og er þá mun betri veðurspá fyrir þetta svæði hér,og enn betra á laugadaginn þegar tilstendur að halda þorrablótið hér í Árneshreppi,enn á sunnudag á veður að versna mikið með hvassviðri eða stormi. Annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands:

Strandir og Norðurland vestra í dag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma, hvassast á annesjum, en norðan 13-18 síðdegis. Frost 0 til 5 stig. Norðan 8-13 og él á morgun. Frost 5 til 10 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en él úti við N- og A- ströndina. Vaxandi austanátt með éljum SV- til um kvöldið. Frost 2 til 14 stig, mest í innsveitum NA- til. Á sunnudag: Gengur í austan- og norðaustan 18-23 m/s með snjókomu eða éljagangi. Talsvert frost.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Togari á vesturleið í hafís.
Vefumsjón