Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. mars 2017 Prenta

Snoðklipping.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við snoðklippingu í dag.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við snoðklippingu í dag.

Bændur hér í Árneshreppi hafa verið að rýja (klippa) féið seinni klippingu eða vetrarrúning, þar sem snoðið er klippt. Sumir eru búnir en aðrir eru svona við það að klára að klippa snoðklippinguna. Lítil ull kemur af hverri kind í þessari klippingu. Aðalklipping á féinu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf. Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.

Nú fer að líða að því seinna í mánuðinum að bændur láti ómskoða til að telja fósturvísa og sjá þá hvað er tvílembt og einlembt og eða hvort gæti verið um þrílembur um að ræða,eða geldar. Bændur segja að það sé gott að fá að vita það fyrirfram.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón