Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. mars 2015 Prenta

Þyrla sækir slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í Djúpavík. Mynd Eva Sigurbjörnsdóttir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar í Djúpavík. Mynd Eva Sigurbjörnsdóttir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór rétt fyrir klukkan þrjú í gær í loftið til að sækja slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum. Hinn slasaði er ekki í lífshættu en engu að síður var það mat þyrlulæknis að nauðsynlegt væri að sækja manninn. 

Áætlað var að þyrlan yrði komin á vettvang innan klukkustundar. Veðuraðstæður á staðnum voru ágætar. 

Frétt uppfærð: TF-LIF lenti með sjúklinginn við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:36.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
Vefumsjón