Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. febrúar 2010 Prenta

Tíðniheimild Símans vegna NMT 450 kerfisins framlengd.

Í Árneshreppi er NMT sendir á Fellsegg,sem áætlað er að verði lagður niður 1 september.
Í Árneshreppi er NMT sendir á Fellsegg,sem áætlað er að verði lagður niður 1 september.

Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptsviðs Símans.
Póst - og fjarskiptastofnun hefur framlengt tíðniheimild Símans til reksturs langdrægs NMT kerfis á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjónar landinu öllu og miðunum.

NMT kerfinu er lokað smátt og smátt og helst það í hendur við GSM, UMTS og 3G uppbyggingu Símans sem leysir NMT kerfið af hólmi.

Til þess að fyllsta öryggis sé gætt telur PFS rétt að framlengja tíðniheimild Símans vegna NMT kerfisins til 1. september 2010.

Síminn hefur byggt upp stærsta og þéttasta dreifikerfið á landinu og er leiðandi í uppbyggingu á 3G enda hefur ekkert annað fjarskiptafyrirtæki á landinu byggt upp 3G langdrægt kerfi, sem þjónar bæði miðunum og hálendinu. 

Eftir því sem langdræga farsímaþjónustan nær til fleiri svæða verður slökkt á NMT sendum á þeim svæðum. Ástæðan fyrir því að slökkt er á ákveðnum sendum fyrir 1. september er sú að rýma þarf fyrir nýjum búnaði á vissum stöðum þar sem búnaður Símans er hýstur.  

Samkvæmt skilyrðum Póst- og fjarskiptastofnunar mun Síminn birta fréttatilkynningu í byrjun hvers mánaðar með lista yfir þá NMT senda sem slökkt verður á í þeim mánuði.

Sjá lista yfir NMT senda símans og áætlun um lokanir þeirra (PDF)
Á töflunni sést að áætlað sé að leggja niður sendinn í Árneshreppi þann 1 september.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón