Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. nóvember 2012 Prenta

Tveir þættir á Stöð 2 úr Árneshreppi.

Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Fyrri þátturinn úr Árneshreppi verði sýndur á Stöð 2 sunnudagskvöldið 18. nóvember. Þetta er í þáttaröð sem heitir „Um land allt" og er á dagskrá á sunnudagskvöldum milli kl 18.55 og 19.15. „Að sögn Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra Stöðvar 2 verða þættirnir tveir,því þetta er það mikið og gott efni". Stefnt er að því að seinni þátturinn verði viku seinna en sá fyrri eða 25. nóvember. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum.

Þættirnir njóta mikilla vinsælda og hafa milli 50 og 70 þúsund manns verið að horfa á þættina sem þegar hafa verið sýndir. Sá fyrsti var frá Möðrudal á Fjöllum, næstu tveir voru úr Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, frá Laugarholti og Laugalandi, og frá Skjaldfönn, sá fjórði var úr Vopnafirði og sá fimmti, sem sýndur var sunnudaginn 11. fjallaði um loðdýrabændur í Skagafirði,og nú er Árneshreppur næstu tvær helgar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
Vefumsjón