Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2014 Prenta

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Vikan 15.desember til 22,desember 2014: Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Öll þessi óhöpp voru vegna færðar, en mjög slæm aksturskilyrði vour í vikunni m.a., höfnuðu tvö ruðningstæki Vegagerðarinnar út fyrir veg og var um verulegt tjón að ræða á öðru tækinu.  Óhöpp þessi áttu sér stað á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi. Önnu óhöpp skráð hjá lögreglu í vikunni teljast minni háttar og án teljandi meiðsla, en talsvert eignartjón.

Í vikunni þurfti í þó nokkrum tilvikum að kalla til aðstoðar björgunarsveita til að aðstoða vegfarendur vegna færðar.  Í vikunni var veður og færð með versta móti og akstursskilyrði eftir því.

Skemmtanahald um helgina fór fram án teljandi afskipta lögreglu þó var ein líkamsárás kærð til lögreglu og er málið í rannsókn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Mundi í gatinu.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón