Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. mars 2010 Prenta

Úrslit 16.Strandagöngunnar.

Frá Strandagöngu í fyrra.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá Strandagöngu í fyrra.Mynd Ingimundur Pálsson.
Sextánda Strandagangan fór fram í Selárdal á laugardag,fjöldi fólks tók þátt eða 79 og er þetta því fjórða fjölmennasta Strandagangan frá upphafi.
Keppnin í 20 km göngunni var gríðarlega spennandi bæði í karla- og kvennaflokkum.Í karlaflokki sigraði Andri Steinþórsson eftir harða keppni við Birki Þ Stefánssoná seinni hluta göngunnar og fær hann því Sigfúsarbikarinn til varðveislu næsta árið.Fyrst kvenna í mark var Stella Hjaltadóttir frá Ísafirði.
Keppendur í Strandagöngunni voru víða að af landinu, eins og oft áður voru nágrannar okkar frá Ísafirði fjölmennastir, einnig komu góðir hópar frá Reykjavík, Ólafsfirði og Akureyri.Frá Siglufirði komu heiðurshjónin Magnús og Guðrún en þau hafa verið fastagestir í Strandagöngunni undanfarin ár.
Nánar um úrslit má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón