Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. mars 2014 Prenta

Úthlutanir úr húsafriðunarsjóði árið 2014.

Árneskirkja hin eldri fékk styrk.
Árneskirkja hin eldri fékk styrk.

Minjastofnun Íslands hefur úthlutað styrkjum úr húsafriðunarsjóði árið 2014. Alls bárust 262 umsóknir um styrki þar sem sótt var um rúmlega 600 milljónir króna. Að þessu sinni var ákveðið að veita styrki til 148 verkefna, samtals að upphæð 92.550.000 kr. Við úthlutun styrkja var tekið tillit til faglegrar umsagnar húsafriðunarnefndar á styrkumsóknum. Þegar auglýst var eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2014 var tekið fram í auglýsingu að lögð yrði sérstök áhersla á að veita styrki til endurbóta á friðlýstum húsum og mannvirkjum. Að þessu sinni var veitt 55.550.000 kr. til þess málaflokks, eða um 60% af þeirri upphæð sem úthlutað var. Ein úthlutun kom í Árneshrepp undir liðnum friðlýstar kirkjur,en Árneskirkja hin eldri fékk styrk að upphæð sexhundruð þúsund. Allir umsækjendur munu fá send svarbréf vegna styrkumsókna á næstunni. Hér má sjá lista yfir umsóknir sem bárust og veitta styrki.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón