Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. september 2015 Prenta

Veðrið í Ágúst 2015.

Miklar skriður féllu á vegi í þessum hamförum 28 ágúst. Frá Kjörvogshlíð.
Miklar skriður féllu á vegi í þessum hamförum 28 ágúst. Frá Kjörvogshlíð.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með þessum hefðbundnu hafáttum eins og hafa verið í sumar, fram til tíunda. Þá loks þann 11 gerði suðlæga vindátt loks með sæmilegum hita, sem varði aðeins þann dag, þá gerði norðaustan aftur með kaldara veðri. Eftir það voru suðlægar vindáttir eða breytilegar fram til nítjánda. Frá 20. og fram til 29. voru norðlægar vindáttir með rigningu. Enn gífurleg rigning var þ.21 og 22, og síðan úrhelli þ.27 og 28. Síðustu tvo dagana voru suðlægar vindáttir með hlýindum og mikið til þurru veðri.

Gífurlegar vegaskemmdir urðu í mánuðinum, eftir úrhellisrigningar aðallega frá fimmtudeginum 27. og á föstudaginn 28. Miklar skriður féllu á vegi í Árneshreppi í miklum vatnavöxtum, mest á Kjörvogshlíð inn með Reykjarfirði, á veginn til Norðurfjarðar, á Munaðarneshlíð og Fellshlíð, og reindar allstaðar í hreppnum, þar sem skriður gátu fallið. Óvenju úrkomusamt var í þessum mánuði í Árneshreppi.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  250,8 mm. (í ágúst 2014: 33,5 mm.)

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti mældist þann 15: +14,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 28: +3,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,62 stig. (í ágúst 2014: +6,57 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður dagana 1-2-3-4 og 5,oft talsverður sjór, og 20-21-22-23, 26, 27, 28, og 29, talsverður sjór eða allmikill og mikill sjór. Annars sæmilegt eða gott.

Yfirlit dagar eða vikur: Sjá nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
Vefumsjón