Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014 Prenta

Veðrið í Mars 2014.

Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.
Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Fyrstu fjóra dagana voru norðaustanáttir með talsverðri snjókomu þann 2. Síðan voru suðlægar vindáttir í þrjá daga. En gekk í norðaustan og norðan 8.og 9.,með snjókomu. Frá tíunda til þrettánda voru mest suðlægar vindáttir,eftir það voru NA eða A- lægar vindáttir,en SV eða V þann 16. Þá gerði norðaustan með hvassviðri eða stormi nítjánda til tuttugusta og fyrsta og talsverðri snjókomu. Þann 24 voru komnar suðlægar vindáttir með hlýindum og talsverðri rigningu fram til 27. Síðustu daga mánaðar var hægviðri með hita yfir daginn en frosti á nóttinni og þurru og fallegu veðri.

Vindur náði 72 hnútum eða 37 m/s eða fárviðri í kviðum.,kl.:21:00 í SSV átt þann 10. Einnig þann 11.kl:06:00 náði vindur að fara í kviðum í 98 hnúta eða 51 m/s í SSV átt,langt yfir fárviðrismörk. Óverulegt tjón varð í þessu veðri í Árneshreppi á Ströndum.

 

Yfirlit dagar eða vikur: Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón