Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. apríl 2017 Prenta

Verið að flytja áburð.

Bíllinn í Litlu-Ávík og verið að taka pokana af.
Bíllinn í Litlu-Ávík og verið að taka pokana af.
1 af 2

Fyrsta ferð með áburð kom á föstudaginn var, þegar (Bylli) Björn Sverrisson kom með eina ferð á dráttarbíl með tengivagni í Árnes og til Mela. Nú í dag var svo komið með áburð á Kjörvog og til Litlu-Ávíkur og á Steinstún og þetta því restin af áburði í Árneshrepp. Bændur panta áburðinn yfirleitt í gegnum Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, og er innifalið í verðinu að hann sé fluttur heim til bænda. Vegurinn er nokkuð góður og engar þungatakmarkanir á vegi númer 643. veginum norður í Árneshrepp. Þetta er svona í fyrrafallinu sem hægt er að flytja áburðinn norður til bænda frá Hólmavík, en áburðurinn kom þangað með skipi 23. apríl. Oft er ekki hægt að koma áburðinum norður fyrr en svona um miðjan maí út af þungtakmörkunum og bleytu á veginum norður. Þetta minnir alltaf á að vorið og sumarið eru í næsta leiti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
Vefumsjón